Víðistaðatún, íslandsmót í bogfimi.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 783
29. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Sveinn Sveinsson formaður Bogfimifélagsins Hróa Hattar óskar eftir að halda íslandsmót í bogfimi utanhúss á Víðistaðatúni dagana 27 og 28 júní nk og aftur 17 og 19 júlí 2020. Einnig er óskað eftir að setja upp keppnisaðstöðuna 2 dögum fyrir mót.
Svar

Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að mótið sé haldið á Víðistaðatúni umrædda daga og leggur áherslu á að svæðið verði skilið eftir í viðunandi ástandi og allt rusl tekið að móti loknu. Hvað varðar afnot af salernum þá skal hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar. Búast má við tjaldgestum á tjaldstæðinu og verður að taka tillit til þeirra.