Reykjanesbraut, tvöföldun, aðalskipulagsbreyting
Reykjanesbraut
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 11 mánuðum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1877
13. október, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
12.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 5.október sl. Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 17.3.2021 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan var auglýst 9.7-23.8.2021. Frummatsskýrsla, þar sem lagt er mat á umhverfisáhrif framkvæmdarinnar, var auglýst samhliða. Athugasemd barst. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 24.8.2021 að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa ásamt uppfærðum uppdrætti þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærð gögn vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Svar

Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson. Friðþjófur Helgi Karlsson kemur til andsvars.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197313 → skrá.is
Hnitnúmer: 10121182