Rekstrarsamningur Kaplakrika og afnotasamningur knatthússins Skessunnar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3534
5. desember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagður fram nýr rekstrarsamningur milli Hafnarfjarðarbæjar og FH um rekstur Kaplakrika auk afnotasamning um knatthúsið Skessuna.
Til afgreiðslu.
Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafullrúi mætir til fundarins.
Svar

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi rekstrar- og afnotasamning milli Hafnarfjarðarbæjar og FH.

Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Samfylkingarinnar setur spurningu við að ganga eigi frá rekstrarsamningi sem m.a. kveður á um afnot af íþróttamannvirkjum, þ.m.t. gervigrasvöllum og knatthúsum, án þess að gengið hafi verið frá tímaúthlutun til aðildarfélaga ÍBH. Undirrituð tekur undir bókun íþrótta- og tómstundanefndar frá 27. nóvember sl. varðandi tímaúthlutun gervigrasvalla þar sem því er beint til aðila að semja sem fyrst.