Samningur við Sambo
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1832
18. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
10.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 11.september sl. Lagður fram til samþykktar þjónustusamningur Hafnarfjarðarbæjar og íþróttafélagsins Sambo til tveggja ára.
Fræðsluráð fagnar því að enn bætist við í flóru hafnfirskra íþróttafélaga með tilkomu nýstofnaðs íþróttafélags, Sambo, og samþykkir meðfylgjandi samning og vísar honum til samþykkis í bæjarstjórn.
Svar

Helga Ingólfsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen og svarar Adda María andsvari. Kristín María kemur að andsvari öðru sinni sem Adda María svarar andsvari öðru sinni. Einnig til andsvars við ræðu Öddu Maríu kemur Rósa Guðbjartsdóttir og kemur Adda María að andsvari.

Næst tekur til máls Árni Rúnar Þorvaldsson og leggur fram tillögu um að afgreiðslu málinu verði frestað.

Forseti ber upp framkomna tillögu um frestun málsin og er tillgaan felld með 6 atkvæðum meirihluta og fulltrúa miðflokksins. Aðrir greiddu atkvæði með tillögunni.

Forseti ber upp þá til atkvæða fyrirliggjandi samning og er hann samþykktur með 7 greiddum atkvæðum meirigluta og fulltyrúa Miðflokksin og Bæjarlistans. Aðrir fulltrúar sátu hjá.

Adda María gerir grein fyrir atkvæði sínu og leggur jafnframt fram svohljóðandi bókun:

Undirrituð harma að ekki hafi verið fallist á frestun málsins þar til kynning á eðli samninga við tómstundafélög hafi farið fram og sitja því hjá við afgreiðsluna.
Adda María Jóhannsdóttir
Árni Rúnar Þorvaldsson
Jón Ingi Hákonarson