Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 dögum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 746
16. nóvember, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu hafnarsvæðis. Breytingin nær til suður og austur hluta Suðurhafnar, Flensborgarhafnar og strandlengju meðfram Strandgötu í átt að miðbæ Hafnarfjarðar. Í breytingartillögunni felst að marka stefnu um þéttingu byggðar á svæðinu og breyta landnotkun í samræmi við stefnuna.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna og vísar til staðfestingar í hafnarstjórn.