Kolviður, samningur um kolefnisjöfnun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1829
26. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19.júní sl. Lagður fram samningur við Kolvið-sjóð um kolefnisjöfnun á starfsemi Hafnarfjarðarbæjar.
Skrifað var undir samning við Kolvið um kolefnisjöfnun á starfsemi Hafnarfjarðarbæjar í upphafi ráðsfundar við Gróðrarstöðina Þöll. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar því til skipulags- og byggingarráðs að finna landrými fyrir loftlagsskóg í landi Hafnarfjarðar.
Svar

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir og til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson. Einnig kemur Ágúst Bjarni Garðarsson til andsvars.