Ungmennaráð, tillaga, kynjafræðsla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1827
29. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá Ungmennaráði. 2. Lagt er til að efla kynjafræðslu fyrir börn og ungmenni í grunnskólum Hafnarfjarðar
Ágæti bæjarstjóri bæjarstjórn og aðrir gestir. Það er mikilvægt fyrir krakka á grunnskóla aldri að fá kynjafræðslu. Kynjafræði er regnhlífar hugtak yfir félagsfræðigreinar sem hafa helgað sig um fróðleik kynjana. Kynjafræði er ekki bara grein fyrir hinsegin OG kynsegin einstaklinga heldur líka fyrir gagnkynhneiga einstaklinga. Kynjafræði snýst ekki bara um að fræða um kyn heldur líka um kvennabaráttu, samkynhneigð, kynvitund og markt fleira. Kynjafræði er hlutur sem að verður að fræða um þar sem að samfélagið hefur breyst mikið á undanförnum árum og krakkar eru byrjaðir að finna sig á grunnskóla aldri og skilgreina sig kanski sem eitthvað annað en stelpa eða strákur. Einstaklingar sem að skilgreina sig t.d. sem hán vilja ekki nota persónu-fornöfn eins og hann eða hún heldur vilja þau nota það eða þau. Það er ekki sjálfgefið að vita hvaða fornöfn maður á að nota þegar maður talar við hán. Það getur verið erfitt fyrir manneskju sem er hán að vera kallað stelpa eða strákur og nnara og stuðla að persónufrelsi. Það er einnig mikilvægt að fólk læri um kynjajafnrétti þar sem að gott er að vera meðvitaður um þau réttindi sem maður hefur. Einstaklingur sem fæddur er stelpa en skilgreinir sig sem strák þykir erftitt þegar hann er kallaður stelpa en upplifir sig sem strák. Þetta getur tekur mikið á sálina hjá einstaklingum og getur verið villandi fyrir einstaklingin sem á í samskiptum við hann. Það getur verið óþæginlegt þegar maður veit ekki hvernig maður á að tala við einstakling sem upplifir sig sem einhvað annað en líffræðilega kyn sitt. Þetta eru nokkrar ástæður afhverju mig finnst skipta miklu máli að kenna kynjafræði í grunnskólum. Gott er að byrja snemma að upplýsa samfélagið og móta það. Með því verðum við öll meira opinn fyrir nýjum hlutum sem við skiljum ekkert endilega sjálf. Ég vona að þið séuð með sömu skoðun og ég, ef ekki þá svipaðar. Takk fyrir mig
Svar

Til máls tekur Árni Rúnar Þórvaldsson og til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

Þá tekur til máls Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Til máls öðru sinni tekur Árni Rúnar Þorvaldsson. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og til andsvars kemur Árni Rúnar. Guðlaug kemur þá til andsvars öðru sinni. Einnig kemur Ágúst Bjarni Garðarsson til andsvars við ræðu Árna Rúnars og svarar Árni Rúnar andsvari.

Þá tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni.

Næst tekur til máls Kristín María Thoroddsen.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi tillögu til fræðsluráðs.