Heildstætt og samræmt verklag stofnana sveitarfélaga vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3520
6. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagður fram tölvupóstur frá Unicef á Íslandi dags. 22.maí sl. þar sem sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.
Svar

Bæjarráð bendir á að í gegnum nýundirritaðan samning milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og ÍBH er formleg samþykkt um stofnun óháðs fagráðs sérfræðinga í Hafnarfirði sem tekur á ágreinings- og álitamálum frá íþróttafélögum í Hafnarfirði varðandi mál sem tengjast ofbeldi, þar á meðal kynferðislegu ofbeldi og eineltismálum.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til frekari vinnslu og skoðunar hjá fjölskylduráði.