Trjágróður í bæjarlandi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 677
21. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu gróðursetning trjáa í bæjarlandi.
Svar

Trjágróður er okkur öllum til yndisauka þar sem það á við. Víða í bænum eru aspir og greni á bæjarlandi þess valdandi að sólar nýtur ekki við í görðum og útsýni er skert. Skipulags- og byggingarráð hvetur til þess að mjög hávaxin tré á bæjarlandi sem eru íbúum til ama verði felld. Sem dæmi um slík tré eru grenitré á Hamrinum, aspir við Strandgötu og Hvammabraut. Skipulags- og byggingarráð hvetur til þess að ákvæðum byggingarreglugerðar nr. 7.2.2. gr., tré og runnar á lóðum, verði framfylgt og að mörkuð verði skýr stefna um gróðursetningu trjáa á bæjarlandi.