Samgöngustyrkur, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3526
29. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins og kynnir tillögu að útfærslu tilraunaverkefnis vegna fyrirkomulags samgöngustyrkja.
Svar

Bæjarráð samþykkir fyirliggjandi tillögu að útfærslu tilraunaverkefnis vegna samgöngustyrkja til starfsmanna og vísar til vinnu við fjárhagsáætlun.

Fulltrúi Samfylkingarinnar kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu um samgöngusamninga á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar þann 20. júní 2018. Nánari útfærsla á þeirri tillögu var lögð fram af fulltrúa Samfylkingarinnar í umhverfis- og framkvæmdaráði þann 8. maí sl.
Samgöngusamningar, eða samgöngustyrkir, hafa víða verið teknir upp og tímabært að starfsfólki sveitarfélagsins bjóðist slíkir samningar, sem hafa t.a.m. verið í boði fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar frá árinu 2017. Með samgöngusamningum er starfsfólk hvatt til að nýta vistvænar samgöngur vegna ferða til og frá vinnu. Með þeim má létta á umferð á álagstímum, stuðla að aukinni lýðheilsu og umhverfisvernd. Það er ánægjulegt að sjá jákvæðar undirtektir við tillögu um samgöngusamninga. Undirrituð hefði þó viljað sjá verkefnið tekið fastari tökum og að ekki yrði um tilraunaverkefni að ræða.
Adda María Jóhannsdóttir