Gráhelluhraun, göngu- og reiðstígar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 682
27. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 10.4.2019 frá Hestamannafélaginu Sörla þar sem óskað er eftir að göngustígur í Gráhelluhrauni verði aflagður og að leiðin verði skilgreind sem reiðleið í staðinn. Umhverfis- og framkvæmdaráð synjaði erindinu 2.5.2019 á grundvelli þess að umræddur göngustígur er skv. Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2015-2030. 19.6.2019 er erindið tekið fyrir að nýju og vísaði til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs sem frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 2.7.2019.
Svar

Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu á grundvelli þess að umræddur göngustígur er skv. Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2015-2030 og gildandi deiliskipulagi.