Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3529
10. október, 2019
Annað
Fyrirspurn
3. liður úr fundargerð fjölskylduráðs 27. sept. sl. "Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að afgreiðslu málsins verði frestað til næsta fundar ráðsins svo fulltrúar í ráðinu geti gefið sér betri tíma til þess að kynna sér þetta stóra mál. Fulltrúar Sjálfsstæðisflokks og Framsóknar og óháðra hafna tillögunni með 3 greiddum atkvæðum. Fulltrúi Viðreisnar situr hjá. Fjölskylduráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að útboðsgögnum til bæjarráðs. Starfshópnum er þakkað fyrir vandaða vinnu. Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað: Fulltrúi Samfylkingarinnar harmar að fulltrúar meirihlutans í fjölskylduráði skuli hafna því að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar ráðsins. Samkvæmt erindisbréfi starfshóps um sérhæfða akstursþjónustu þá átti vinnu hópsins að vera lokið fyrir 1. júní 2019. Málið er að koma inn á borð með formlegum hætti í fyrsta skipti síðan starfshópurinn var skipaður og ráðið fékk sína fyrstu kynningu á málinu frá starfsmönnum í dag. Það eru því mikil vonbrigði að fulltrúar meirihlutans skuli ekki vera tilbúnir að veita ráðsmönnum tvær vikur í viðbót til þess að kynna sér málið betur. Fullltrúi Samfylkingarinnar greiðir því atkvæði gegn því að vísa málinu til bæjarráðs á þessu stigi. Fulltrúar Miðflokksins, Bæjarlistans, Sjálfsstæðisflokksins, Framsóknar og óháðra leggja fram eftirfarandi bókun: Starfshópur um sérhæfða akstursþjónustu hefur unnið afar ítarlega, mikla og góða vinnu. Fjölskylduráð hefur verið upplýst um stöðu málsins reglulega. Fulltrúar úr starfshópnum og frá Mannviti verkfræðistofu hafa komið á fund fjölskyldurráðs til upplýsingar og til að svara spurningum ráðsmanna. Fulltrúi ofangreindra flokka telja því málið komið á næsta stig sem er yfirlestur lögmanna og vísun til bæjarráðs og styðja því ekki tillögu Samfylkingar um frestun málsins."
Sigurður Jónsson ráðgjafi hjá Mannviti og Helga Ingólfsdóttir formaður starfshóps um sérhæfða akstursþjónustu í Hafnarfirði mæta til fundarins. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs situr fundinn undir þessum lið.
Svar

Bæjarráð samþykkir að heimila fjármálasviði að auglýsa útboð vegna sérhæfðrar akstursþjónustu í Hafnarfirði.

Fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá og leggur fram svohljóðandi bókun:

Undirrituð óskaði eftir minnisblaði þar sem teknar væru saman helstu breytingar frá fyrra kerfi bæði hvað varðar þjónustu og kostnað. Um er að ræða mikilvæga og viðkvæma þjónustu og því brýnt að vanda vel til verka. Þar sem við því var ekki hægt að verða situr undirrituð hjá við þessa afgreiðslu.



Bókanir og gagnbókanir
  • Fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá og leggur fram svohljóðandi bókun:
    Undirrituð óskaði eftir minnisblaði þar sem teknar væru saman helstu breytingar frá fyrra kerfi bæði hvað varðar þjónustu og kostnað. Um er að ræða mikilvæga og viðkvæma þjónustu og því brýnt að vanda vel til verka. Þar sem við því var ekki hægt að verða situr undirrituð hjá við þessa afgreiðslu.