Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Bæjarráð nr. 3589
18. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Formaður starfshóps um framtíðarnýtingu Krýsuvíkur, Skarphéðinn Orri Björnsson mætir til fundarins og kynnir niðurstöður starfshópsins.
Svar

Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir að halda áfram að vinna samkvæmt tillögum starfshópsins um framtíðarnýtingu á Krýsuvíkursvæðinu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja og undirbúa frekari vinnu samkvæmt fyrirliggjandi tillögum og leggja fyrir bæjarráð. Lögð er áhersla á að gott samráð verði haft við íbúa með ítarlegri kynningu í öllu ferlinu.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Bæjarlista leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Bæjarlista benda á að á þeim tíma sem starfshópurinn hefur starfað hafa jarðhræringar verið á Reykjanesi sem geta haft áhrif og rétt er að gæta að. Undirritaðar árétta einnig þá fyrirvara sem fram koma í 4. lið skýrslunnar um að ekki verði farið í virkjunarframkvæmdir nema að undangenginni ítarlegri kynningu og íbúakosningu.
 GestirSkarphéðinn Orri Björnsson - 00:00