Sérstakur húsnæðisstuðningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 3609
22. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 20.september sl. Fyrir fundinum liggur minnisblað sérstakan húsnæðisstuðning frá fjármálasviði. Þann 1. Júlí síðastliðinn hækkuðu almennar húsnæðisbætur frá Húsbót um 10% ásamt því að frítekjumörk hækkuðu um 3%. Samkvæmt reglum Hafnarfjarðarbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning fá íbúar Hafnarfjarðarbæjar sérstakan húsnæðisstuðning þannig að greiddar eru 900 krónur fyrir hverjar 1000 krónur sem einstaklingur fær í húsnæðisbætur frá Húsbót.
Fjármálasvið Hafnarfjarðarbæjar hefur nú yfirfarið hækkun á almennum húsnæðisbótum frá Húsbót og leggur til eftirfarandi breytingar á reglum Hafnarfjarðarbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir íbúa Hafnarfjarðar: Eignamörk verði hækkuð um 3% og verði 6.664.673 kr. Skerðingarmörk verði hækkuð um 10% og verði eftir breytingu kr 90.200 kr.
Fjölskylduráð samþykkir hækkun á sérstökum húsnæðisstuðningi og að breytingin gildi frá 1. Júlí 2022.
Málinu vísað til Bæjarráðs til viðaukagerðar.
Fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar um afturvirka leiðréttingu á greiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings:
1. Á einstaklingur rétt á afturvirkri leiðréttingu sérstaks húsnæðisstuðnings í þeim tilvikum þegar útreikningur sérstaks húsnæðisstuðnings hefur verið rangur hjá Hafnarfjarðarbæ vegna rangra upplýsinga um leigufjárhæð?
2. Á einstaklingur rétt á afturvirkri leiðréttingu sérstaks húsnæðisstuðnings hjá Hafnarfjarðarbæ þegar stuðningurinn skerðist vegna fjárhæðarskilyrðis sem segir að húsnæðiskostnaður megi ekki vera lægri en 50.000 kr. þegar sá liður er sannarlega hærri hjá viðkomandi einstaklingi?
Svar

Bæjarráð vísar hækkun á sérstökum húsnæðisstuðningi til fjármálasviðs til viðaukagerðar.