Ásvallabraut, framkvæmdaleyfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1823
20. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
13.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12.mars sl. Hafnarfjarðarbær sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð Ásvallabrautar frá Kaldárselsvegi að Skarðshlíð. Framkvæmdin felur í sér lagningu nýs vegar frá nýju hringtorgi við Kaldárselsveg að Nóntorgi í Skarðshlíð sem og gerð stíga og hljóðmana.
Með vísan í 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og umsóknar umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar dags. 28.02.2019, samþykkir skipulags- og byggingarráð framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreint framkvæmdaleyfi með vísan til 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og þá svarar Ólafur Ingi andsvari. Þá kemur Guðlaug til andsvars öðru sinni og svarar Ólafur Ingi andsvari öðru sinni.

Til máls tekur Guðlaug Kristjándóttir. Ágúst Bjarni kemur til andsvars. Guðlaug svarar andsvari.

Þá tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi. Adda María svarar andsvari og kemur Ólafur Ingi til andsvars öðru sinni sem Adda María svarar einnig öðru sinni.

Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir.

Þá tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir.

Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi og svarar Guðlaug andsvari.

Þá tekur til máls öðru sinni Sigurður Þ. Ragnarsson og til andsvars kemur Ólafur Ingi.

Til máls öðru sinni tekur Adda María Jóhannsdóttir.

Fundarhlé kl. 14:51.

Fundi framhaldið kl. 15:03.

Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð Ásvallabrautar frá Kaldárselsvegi að Skarðshlíð. Þau Adda María Jóhannsdóttir, Vaka Ágústsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Adda María gerir grein fyrir atkvæði sínu með svohljóðandi bókun:

"Bæjarfulltrúinn Adda María Jóhannsdóttir gerir athugasemd við að verið sé að veita leyfi fyrir framkvæmdum sem hefjast eiga á þessu ári án þess að ráð sé fyrir þeim gert í gildandi frjárhagsáætlun."

Adda María Jóhannsdóttir

Guðlaug Kristjánsdóttir gerir einnig grein fyrir atkvæði sínu með svohljóðandi bókun:

"Undirrituð fagnar því að Ásvallabraut sé aftur komin á dagskrá, eftir að hafa verið tekin út af framkvæmdaáætlun fyrir árið 2019. Fjárheimild til verkefnisins í ár eru 0 krónur íslenskar.
Því miður sér bæjarfulltrúi Bæjarlistans sig tilneydda til að sitja hjá við þessa afgreiðslu, í ljósi þess að undirliggjandi gögn gefa til kynna að framkvæmd muni hefjast seint á þessu ári, án þess að skýrt liggi fyrir hvort gera eigi viðauka til að koma framkvæmdinni inn á fjárhagsáætlun með lögbundnum hætti.

Það er leitt að þurfa að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um jafnþarft og gleðilegt mál og lagningu Ásvallabrautar, en af virðingu við fjárhagsáætlun er niðurstaðan þessi."

Fundarhlé kl. 15:06.

Fundi framhaldið kl. 15:10.

Friðþjófur Helgi Karlsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

Ólafur Ingi kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd Sjálfstæðiflokks og Framsóknar og óháðra:

"Ósk um framkvæmdaleyfi er í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun og verkefnið þar með í eðlilegum farvegi."