Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 690
3. desember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga fulltrúa Viðreisnar í bæjarstjórn um fjölgun um 1 stöðugildi á skipulags og byggingarsviði sem vísað var til skipulags- og byggingarráðs frá bæjarstjórn þann 13. nóvember 2019.
Svar

Fulltrúar meirihluta bóka: Niðurstaða stjórnsýsluúttektar á stjórnsýslu og starfsemi Hafnarfjarðarkaupstaðar lá fyrir um mitt ár 2019 og er enn verið að innleiða breytingar samkvæmt úttektinni. Nýtt svið og nýr sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs hefur tekið til starfa og hefur m.a. það hlutverk að vinna að og innleiða nýja verkferla í stjórnsýslunni með það að markmiði að gera hana skilvirkari og rafræna. Meðan sú vinna er í gangi telur meirihlutinn rétt að hafna tillögunni að sinni og vísa til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2021.

Fulltrúi Viðreisnar óskar bókað: Í ljósi þeirrar miklu uppbyggingar sem meirihlutinn hefur boðað að standi til í bænum þá hefur Viðreisn efasemdir um að rétt sé að slá þessu á frest og áskilur sér rétt til að skoða málið frekar og óska eftir frekari umræðu um málið í tengslum við yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun. Mikilvægt er að tryggja næga afkastagetu til þess að veita góða þjónustu þegar álag á sviðinu eykst.