Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3532
7. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins. Einnig mæta til fundarins Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri og Hrönn Hilmarsdóttir deildarstjóri þróunar og reksturs í málefnum fatlaðs fólks.
Lagt fram minnisblað dags 1. nóvember 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2019 og fjárhagsáætlana til þriggja ára.
Lögð fram svör fyrirspurnum Samfylkingar frá 24. október sl.
Svar

Bæjarráð þakkar fjármálastjóra fyrir yfirferð á minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Svör við fyrirspurnum Samfylkingarinnar lögð fram.

Bæjarráð leggur til að skoðaðar verði breytingar á starfstengdum réttindum sem starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar stendur til boða til samræmis við það sem fram kemur í tilraunaverkefni um samgöngustyrki.