Brú lífeyrissjóður, Hjallastefnan uppgjör vegna breytinga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1827
29. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 20.maí sl. Lagt fram minnisblað frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 16. apríl sl.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Lögð fram eftirfarandi bókun: Með breytingum á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997, lögum nr 127/2016 sem einnig náðu til lífeyrissjóðsins Brúar með breytingum á samþykktum Brúar, náðist að samræma lífeyriskerfi allra landsmanna. Ríkissjóður tók á sig um þriðjung skuldbindinga sveitarfélaga í LSR gegn því skilyrði að sveitarfélögin gerðu upp skuldbindingar sínar gagnvart A-deild Brúar. Það hafa sveitarfélögin gert. Við breytingu á lögum um opinberu lífeyrissjóðina láðist að taka fram með ótvíræðum hætti hvernig gera skyldi upp skuldbindingar sjálfstætt starfandi aðila þegar starfsmenn þeirra ættu aðild að opinberum lífeyrissjóðum á grunni kjarasamninga. Í samkomulagi milli fjármála- og efnahagsráðherra, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Brúar lífeyrissjóðs, samhliða lagabreytingunni, skuldbatt ríkissjóður sig til að greiða án lagaskyldu framlag til A-deildar Brúar vegna skuldbindinga aðila þ. m. t. sveitarfélaga, vegna verkefna sem að meirihluta eru fjármögnuð af ríkissjóði með samningum og ríki ber að sinna. Á sama hátt, án ótvíræðrar lagaskyldu, fellst bæjarráð Hafnarfjarðarkaupstaðar á að greiða til Brúar lífeyrissjóðs áfallnar lífeyrisskuldbindingar í jafnvægissjóð og varúðarsjóð vegna Hjallastefnunnar á grunni samninga Hafnarfjarðarkaupstaðar og Hjallastefnunnar samtals að fjárhæð kr. 15.903.462.
"Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn."
Adda María Jóhannsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar, situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun: Ekki kemur fram í fundarboði að um afgreiðslulið sé að ræða heldur einungis að málið sé lagt fram. Beiðni um að málið yrði sent til bæjarstjórnar án afstöðu bæjarráðs var hafnað og því situr undirrituð hjá við afgreiðsluna að sinni.
Svar

Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls. Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni.

Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Einnig til andsvars kemur Friðþjófur Helgi.

Þá tekur til máls Árni Rúnar Þorvaldsson. Einnig Jón Ingi Hákonarson.

Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls. Til andsvars kemur Árni Rúnar Þorvaldsson. Einnig kemur til andsvars Ágúst Bjarni Garðarsson. Sigurður Þ. Ragnarsson svarar andsvari. Næst til andsvar kemur Jón Ingi Hákonarson.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.