Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3564
17. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2.desember sl. Tekið fyrir að nýju. Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar framkomið svar Vegagerðarinnar vegna beiðni ráðsins um kostnaðar og áhættumat vegna syðri hluta Bláfjallavegar (417-02) og Leiðarendavegar (402-01). Framkomin gögn sýna að unnt er að gera endurbætur á þessari leið þannig að tryggt verði að umferðaröryggissjónarmið vegna vatnsverndar séu fullnægjandi telur umhverfis- og framkvæmdaráð mikilvægt að árétta að heimild til lokunar var veitt tímabundið vegna forgangsröðunar verkefna í ljósi áforma um framkvæmdir á Bláfjallasvæðinu. Umhverfis- og framkvæmdaráð ítrekar hér með ósk um kostnaðarmat vegna syðri hluta Bláfjallavegar(417-02) og Leiðarendavegar(402-01). Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar svari Vegagerðarinnar til bæjarráðs.
Svar

Bæjarráð tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs og vísar málinu til bæjarstjórnar.