Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1861
6. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.desember sl. 7.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2.desember sl. Tekið fyrir að nýju. Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar framkomið svar Vegagerðarinnar vegna beiðni ráðsins um kostnaðar og áhættumat vegna syðri hluta Bláfjallavegar (417-02) og Leiðarendavegar (402-01). Framkomin gögn sýna að unnt er að gera endurbætur á þessari leið þannig að tryggt verði að umferðaröryggissjónarmið vegna vatnsverndar séu fullnægjandi telur umhverfis- og framkvæmdaráð mikilvægt að árétta að heimild til lokunar var veitt tímabundið vegna forgangsröðunar verkefna í ljósi áforma um framkvæmdir á Bláfjallasvæðinu. Umhverfis- og framkvæmdaráð ítrekar hér með ósk um kostnaðarmat vegna syðri hluta Bláfjallavegar(417-02) og Leiðarendavegar(402-01). Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar svari Vegagerðarinnar til bæjarráðs.
Bæjarráð tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs og vísar málinu til bæjarstjórnar.
Svar

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls og Helga Ingólfsdóttir í andsvar.

Einnig tekur Stefán Már Gunnlaugsson til máls og Helga Ingólfsdóttir kemur til andsvars. Einnig kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars. Stefán Már svarar andsvari.

Helga Ingólfsdóttir kemur til andsvars.

Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kriatjánsdóttir. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur til andsvars. Stefán kemur þá til andsvars við ræðu Guðlaugar.

Fundarhlé kl. 15:37.

Fundi framhaldi kl. 15:47.

Til máls öðru sinni tekur Helga Ingólfsdóttir og leggur til að bæjarstjórn samþykki svohljóðandi bókun:

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar óskar eftir að Vegagerðin láti framkvæma kostnaðar- og áhættumat vegna syðri hluta Bláfjallavegar (417-02) og Leiðarendavegar (402-01) í ljósi fyrirliggjandi gagna sem lögð voru fram á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 2. desember 2020. Framkomin gögn sýna að unnt er að gera endurbætur á þessari leið þannig að tryggt verði að umferðaröryggissjónarmið vegna vatnsverndar séu fullnægjandi.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áréttar að heimild til lokunar var veitt tímabundið vegna forgangsröðunar verkefna á svæðinu. Syðri hluti Bláfjallavegar og Leiðarendavegur þjónar mikilvægu hlutverki ekki bara fyrir Hafnfirðinga heldur Suðurnesin öll sem hluti af samgönguneti sem tryggir aðgengi að náttúruperlum og útivistarsvæðum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ítrekar jafnframt mikilvægi Bláfjallavegar sem flótta- og varaleiðar fyrir íbúa Hafnarfjarðar og Suðurnesja þar sem við búum á jarðskjálfta- og gossvæði og því nauðsynlegt öryggismál að hafa vel færar flóttaleiðir að frá svæðinu.

Bæjarstjóra er falið að fylgja málinu eftir.

Til máls tekur Árni Rúnar Þorvaldsson.

Er framkomin bókun samþykkt samhljóða.