Arnarhraun 2, hljóð og veggur
Arnarhraun 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 741
6. febrúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Erna þráinsdóttir, f.h. íbúa Arnarhrauni 2, sendir inn fyrirspurn um hljóð- og vindskermandi vegg ofan á steyptan vegg á lóðarmörkum lóðarinnar að Arnarhrauni 2 á mótum Reykjavíkurvegar og Arnarhrauns. Á gatnamótunum er hringtorg. Með fyrirspurn fylgir skissa. Spurt er hvort Hafnarfjarðarbær sé tilbúinn að annast eða a.m.k. taka þátt í smíði veggjarins í ljósi þeirra breytinga sem urðu á lóðinni við gerð hringtorgs á sínum tíma.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi taka undir umsögn arkitekts og benda á að Hafnarfjarðarbær hvorki annast né tekur þátt í gerð skjólveggja á einstaka lóðum bæjarins. Komið var til móts við fyrri lóðarhafa Arnarhrauns 2 á sínum tíma vegna skerðingar sem fylgdi framkvæmd við gerð hringtorgsins á mótum Reykjavíkurvegar og Arnarhrauns.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 119950 → skrá.is
Hnitnúmer: 10028409