Strætó bs, fundargerðir 2019
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1826
15. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram ályktun um leiðarkerfisbreytingar Strætó í Hafnarfirði.
Svar

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir og ber upp svohljóðandi ályktun sem lagt er til að bæjarstjórn samþykki:

"Ályktun send til stjórnar Strætó bs:

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar óskar eftir að fyrir liggi á þessu ári vilyrði fyrir að fyrirliggjandi tillögur að breytingum á leið 21 og leiðakerfi innanbæjarakstur í Hafnarfirði komi til framkvæmda árið 2020.

Greinargerð:
Umhverfis- og framkvæmdaráð skipaði í ársbyrjun 2017 starfshóp til þess að endurskoða leiðakerfi innanbæjarakstur og bætta þjónstu við íbúa sem stunda vinnu utan sveitarfélagsins.

Starfshópurinn réði til sín sérfræðing, Lilju G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðing sem vann með starfshópnum að endurskoðun leiðakerfisins með það að markmiði að straumlínulaga, einfalda og bæta leiðakerfið.

Helmingur íbúa Hafnarfjarðar stundar vinnu utan sveitarfélagsins og eftir greiningu og samráð við íbúa ákvað starfshópurinn að áfangaskipta vinnu starfshópsins og sendi inn til Strætó Bs beiðni um breytingu á leið 21 í ársbyrjun 2017 sem komin er til framkvæmda. Þannig þjónustar nú leið 21 íbúa sem eiga erindi í Smáralind og Hlíðasmára í Kópavogi. Farþegum á þessari leið hefur fjölgað um 95% eftir breytinguna og ljóst að breytingin nýtist fleiri íbúum en Hafnfirðingum.

Umhverfis- og framkvæmdaráð sendi í maí 2018 tillögur að leiðakerfisbreytingum innanbæjaraksturs í Hafnarfirði og ósk um lengingu á leið 21 þannig að hún þjóni íbúum hafnarsvæðis, Holtahverfis og iðnaðarsvæðis á Völlum. Nú liggur fyrir að tillögurnar hafa fengið umfjöllun og greiningu hjá sérfræðingum og stjórn Strætó Bs og fyrir liggur kostnaðarmat og nánari útfærsla sbr. tillögu nr. 1 um leiðakerfisbreytingar frá Strætó Bs dags. 18. september 2018 sem tekið var til umræðu á stjórnarfundi hjá Strætó Bs þann 21. desember 2018.

Breytingar á leið 21 innan Hafnarfjarðar og endurskoðun á leiðakerfi innanbæjaraksturs verður að vinna samhliða þar sem leið 21 mun sinna hluta af innanbæjarakstri á leið sinni á endastöð á iðnaðarsvæði á Völlum. Sérstaklega er horft til þess að í dag er ekki um að ræða neina þjónustu Strætó bs við vaxandi iðnaðarhverfi á Völlum en við uppbyggingu þar horfa hagsmunaaðilar, bæði opinber fyrirtæki og þjónustufyrirtæki til þess hvenær fyrirhugað er að Strætó bs muni hefja þjónustu á svæðinu. Enn fremur hafa aðilar sem nú þegar hafa byggt upp aðstöðu á svæðinu ítrekað óskað eftir almenningssamgöngum á svæðinu. Þá er fyrirliggjandi að mikil uppbygging verður á næstu
árum á hafnarsvæðinu þar sem nú þegar hefur verið ákveðið að Hafrannsóknarstofnum muni flytja starfsemi sína á hafnarsvæðið auk þess sem skipulagsvinna í samræmi við þéttingaráform er í gangi. Miðað við hefðbundnar forsendur leiðakerfis mun lenging á leið 21 innan Hafnarfjarðar þannig keyra í gegnum íbúðabyggð og atvinnusvæði sem mun tryggja góða nýtingu á leiðinni.

Þá er einnig mikilvægt að tekið verði mið að fyrirliggjandi tillögum um breytingar á leiðakerfi í vinnu starfshóps um endurskoðun á skipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar en sú vinna er í gangi á þessu ári. Fram hefur komið í athugun sérfræðings starfshóps að vegna skipulags í miðbæ Hafnarfjarðar er aukahringur á mörgum leiðum frá Firði tekinn oft á dag þar sem snúningsás er ekki til staðar með tilheyrandi tímatapi og kostnaði ásamt fleiri atriðum í skipulagi sem skoða þarf til hagræðingar fyrir almenningssamgöngur.

Öll vinna starfshóps við tillögur að leiðakerfisbreytingar hefur verið unnin með aðkomu íbúa og í samráði við sérfræðinga Strætó Bs."

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framangreinda ályktun og að hún verði send stjórn Strætó bs.