Ólöglegt húsnæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 714
22. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Sigurður P. Sigmundsson fulltrúi Bæjarlistans í ráðinu óskar eftir upplýsingum um stöðu á úttekt SSH á ólöglegu húsnæði.
Svar

Boðað hefur verið til samráðsfundar þann 22.9. nk. þar sem heilbrigðiseftirlitið, fulltrúar slökkviliðsins og byggingarfulltrúar á höfuðborgarsvæðinu ræða leiðir til að skerpa á eftirliti með þessari starfsemi og hvernig embættin geta unnið saman að farsælli lausn málsins.

Fulltrúi Bæjarlistans leggur fram eftirfarandi bókun: Það er mjög mikilvægt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu láti gera faglega úttekt á búsetu fólks í ólöglegu húsnæði. Undanfarin misseri hafa því miður orðið alvarlegir brunar í ólöglegu húsnæði þar sem fólk hefur haft búsetu, nú síðast á Bergstaðarstræti í Reykjavík þar sem þrír einstaklingar létust. Það gengur ekki að hver vísi á annan varðandi ábyrgð þegar slíkir atburðir verða. Sveitarfélögin verða að taka höndum saman og beita sér fyrir úrbótum hvað varðar búsetuleyfi, byggingarleyfi, skráningu íbúa, öryggismál, eftirlit og annað sem við á.