Endurskilgreining á ráðningarhlutfalli starfsmanna vegna ákvæða um hvíldartíma
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3508
22. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
17.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14.nóvember sl. Lögð fram tillaga Samfylkingar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun.
Tillaga 1 - Endurskilgreining á ráðningahlutfalli starfsmanna vegna ákvæða um hvíldartíma.
Brögð eru að því að starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sem starfa m.a. á heimilum og starfsstöðvum fatlaðs fólks fái ekki ráðningu í 100% starf vegna ákvæða um hvíldartíma. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að störf hjá Hafnarfjarðarbæ sem vegna ákvæða um hvíldartíma teljast ekki 100% verði endurskilgreind þannig að starfshlutfall sem fer að mörkum um hvíldartíma teljist fullt starf og verði 100%. Þetta ætti að vera sjálfsögð og eðlileg krafa til handa þeim sem á þessum starfsstöðum starfa og sú metnaðarfulla stefna að fjölga fagmenntuðu starfsfólki á heimilum og starfsstöðvum fatlaðs fólks hlýtur að kalla á að starfsumhverfi og launakjör fólks séu eftirsóknarverð. Þetta er ein leið til þess.
Tillögunni er vísað til fjölskylduráðs og bæjarráðs.
Svar

Bæjarstjóra falið að skoða möguleika á útfærslu tillögunnar fyrir næsta fund bæjarráðs.