Greiðsla inn á lífeyrisskuldbindingar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3508
22. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
17.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14.nóvember sl. Lögð fram tillaga Guðlaugar Kristjánsdóttur við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun:
Greiðsla inn á lífeyrisskuldbindingar
Við ofangreindar tillögur sem þegar hafa verið lagðar fram, vil ég í ljósi þess sem hér að ofan kemur fram leggja til að kveðið verði á um það í greinargerð með fjárhagsáætlun og áætlun til 2022 að mögulegar aukatekjur eða aukið svigrúm í rekstri bæjarins verði nýttar til að hefja inngreiðslur á lífeyrisskuldbindingar.
Svar

Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 er meiri óvissa um útgjaldaliði en jafnan er þar sem allir kjarasamningar eru lausir. Þegar fyrir liggur hver útgjaldaaukning sveitarfélagsins verður vegna nýrra samninga er fyrst hægt að meta hvert fjárhagslegt svigrúm bæjarsjóðs verður, m.a. til greiðslna inn á lífeyrisskuldbindingar.

Fulltrúi Bæjarlistans leggur fram svohljóðandi bókun:
Undirrituð telur mikilvægt að bæjarráð fái kynningu á möguleikunum sem felast í því að greiða inn á lífeyrisskuldbindingar, hvort sem svigrúm skapast árið 2019 eða síðar, enda stærð sem vex jafnt og þétt og gagnlegt fyrir kjörna fulltrúa að þekkja málið vel.

Guðlaug S Kristjánsdóttir
bæjarfulltrúi Hafnarfjarðarbæ

Bókanir og gagnbókanir
  • Fulltrúi Bæjarlistans leggur fram svohljóðandi bókun:
    Undirrituð telur mikilvægt að bæjarráð fái kynningu á möguleikunum sem felast í því að greiða inn á lífeyrisskuldbindingar, hvort sem svigrúm skapast árið 2019 eða síðar, enda stærð sem vex jafnt og þétt og gagnlegt fyrir kjörna fulltrúa að þekkja málið vel.