Skipulag og framkvæmdir, frá sjónarmiði um sjálfbærni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3533
21. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju.
Lögð fram tillaga að ferli vegna afsláttar af lóðarverði til afgreiðslu.
Svar

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að ferli vegna afsláttar af lóðarverði.

Það er sérstaklega ánægjulegt að Hafnarfjarðarbær sé fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að stíga þetta stóra skref í umhverfismálum. Hér er verið að koma á sérstökum hvata til húsbyggjenda þar sem umhverfið er sett í forgang og er það í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Auk þess er samþykktin og ferlið í samræmi við samþykkta umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðarkaupstaðar. Umhverfis- og auðlindastefnan var samþykkt þann 18. maí 2018 í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og þar segir m.a. í 4. kafla gr. 4.6:
„Hvatt verði til og stutt við byggingu vistvænna mannvirkja, samanber leiðbeiningar Vistbyggðaráðs og alþjóðlegra staðla.“