Skipulag og framkvæmdir, frá sjónarmiði um sjálfbærni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 662
6. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Þórhildur F. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Grænni Byggða mætir til fundarins og kynnir hugmyndir um vistvænar byggingar.
Svar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra leggja til: Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna að stefnumótun í vistvænni hönnun á svæðum og lóðum sem eru til umfjöllunar á hverjum tíma hjá skipulagsyfirvöldum í Hafnarfirði. Þættir eins og umhverfisspor byggingarefna, umhverfisvænt og endurnýtt efnisval svo og lífsferilsgreining stærri framkvæmda eru atriði sem skipulagsyfirvöld og hönnuðir þurfa að taka tillit til með hliðsjón af minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda, bættu umhverfi og sjálfbærni í byggingariðnaði. Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu um tilhögun gerðar við stefnumótunina.