Öldutún 4, dómsmál
Öldutún 4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3505
25. október, 2018
Annað
Fyrirspurn
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætti til fundarins. Lögð fram stefna á hendur Hafnarfjarðarbæ.
Svar

Lagt fram.

Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun:

Í þessu máli er lóðarhafi með öll tilskilinn leyfi frá bæjaryfirvöldum 2003, þ.e. byggingaleyfi til að byggja bílskúr. Lóðarhafi hefur byggingu bílskúrs í góðri trú. Umhverfis- og auðlindanefnd fellir byggingaleyfið úr gildi 2014 þar sem ekki hafi verið staðið rétt að grenndarkynningu á sínum tíma. Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur áherslu á að bærinn leiti allra leiða til að leysa þá flækju sem upp er komin. Takist það ekki telur fulltrúi Miðflokksins mikilvægt að ná samkomulagi við lóðarhafa til að lágmarka tjón hans vegna málsins.