Óseyrarbraut 16 og 20, deiliskipulagsbreyting
Óseyrarbraut 20
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 671
26. febrúar, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. sótti um á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23.10.2018, að sameina lóðirnar Óseyrarbraut 16 og 20. Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðanna, sem felur í sér sameiningu lóðanna, breytingu á byggingarreit, nýtingarhlutfall verði 0,3 og að kvöð um lagnir á milli lóðanna tveggja verði felld niður. Skipulags- og byggingarráð samþykkti þá framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Lögð fram ný breytt tillaga sem gerir grein fyrir breyttum innkeyrslum auk framgreindra atriða.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðar breytingar á deiliskipulagsuppdrætti Mannvits ehf. dags. feb. 2019 og að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er lagt til við hafnarstjórn að staðfesta framangreinda samþykkt og gera tillögu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122093 → skrá.is
Hnitnúmer: 10037630