Óseyrarbraut 16 og 20, deiliskipulagsbreyting
Óseyrarbraut 20
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1822
6. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Liður 1 á fundi Hafnarstjórnar þann 6. mars 2019.
Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. sótti um á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23.10.2018, að sameina lóðirnar Óseyrarbraut 16 og 20. Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðanna, sem felur í sér sameiningu lóðanna, breytingu á byggingarreit, nýtingarhlutfall verði 0,3 og að kvöð um lagnir á milli lóðanna tveggja verði felld niður. Skipulags- og byggingarráð samþykkti þá framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Erindið var tekið fyrir á fundi Hafnarstjórnar þann 12.12.2018, sem gerði ekki athugasemd við framkomna tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna Óseyrarbrautar 16-20.
Á fundi Skipulags- og byggingarráðs þann 26.02. 2019 var lögð fram ný breytt tillaga sem gerir grein fyrir breyttum innkeyrslum, nýrri lóð á skipulagssvæðinu fyrir spennistöð, auk framgreindra atriða. Skipulags- og byggingarráð samþykkti framlagðar breytingar á deiliskipulagsuppdrætti Mannvits ehf, dags. feb. 2019, og að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt var lagt til við hafnarstjórn að staðfesta framangreinda samþykkt og gera tillögu til bæjarstjórnar til staðfestingar. Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði mætti til fundarins og kynnti skipulagstillöguna.
Hafnarstjórn tekur undir niðurstöðu Skipulags- og byggingarráðs þann 26.02. 2019 og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framangreinda samþykkt.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir með níu greiddum atkvæðum fyrirliggjandi samþykkt, þ.e. breytingar á fyrirliggjandi deiliskipulagsuppdrætti og að tillaga að breytingu á deiliksipulagi verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þær Guðlaug Kristjánsdóttir og Adda María Jóhannsdóttir sitja hjá við atkvæðagreisluna.

Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd sín og Öddu Maríu Jóhannsdóttur:

"Beiðni um að þetta mál yrði tekið á dagskrá með afbrigðum barst bæjarfulltrúum ekki fyrr en við upphaf fundar, kl. 14. Tækifæri til að rækja þá skyldu að kynna sér mál og taka til þeirra ábyrga afstöðu hefur því ekki gefist og sitja undirritaðar því hjá við afgreiðslu þess. Þessi vinnubrögð eru ekki til eftirbreytni og mikilvægt að þess sé gætt að þau endurtaki sig ekki."

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122093 → skrá.is
Hnitnúmer: 10037630