Sorpa bs., gas- og jarðgerðarstöð, lánveiting
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1832
18. september, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 12.september sl. Björn M. Halldórsson framkvæmdastjóri SORPU bs og Birkir Jón Jónsson formaður stjórnar SORPU bs. mæta til fundarins. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns SORPU bs hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 990.000.000,- með 15 ára. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Er lánið tekið til að fjármagna viðbótarkostnað við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi, ásamt nauðsynlegum tækjabúnaði sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Hafnarfjarðarkaupstaður skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda SORPU bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Hafnarfjarðarkaupstaður selji eignarhlut í SORPU bs til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hafnarðarkaupstaður sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Framangreindu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Fulltrúi Viðreisnar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að skipuð verði nefnd sérfræðinga á sviði fjármála- og mannvirkjagerðar á vegum SORPU. Meginhlutverk hennar verði að yfirfara þær áætlanir sem til eru um byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og öllum þeim framkvæmdum sem þeirri starfsemi fylgja. Komi með raunhæfar fjármögnunar? og rekstraráætlanir til langs tíma, fylgi eftir framvindu verkefnisins og leggi fyrir stjórn SORPU, SSH og borgarstjórn og bæjarstjórnir með reglubundnum hætti.
Bæjarráð vísar tillögunni til stjórnar SORPU bs.
Svar

Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson.

Einnig tekur til máls Árni Rúnar Þorvaldsson.

Einnig tekur til máls Ágúst Bjarni Garðarsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

Bókun Viðreisnar. Það sem fram hefur komið síðustu vikur í rekstri SORPU bs., sem Hafnarfjörður ber einfaldlega ábyrgð á ásamt öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, er engan veginn í samræmi við þær yfirlýsingar um ábyrga og agaða fjármálastjórn meirihlutans í Hafnarfirði ekkert frekar en það sem fram hefur komið sé í takti við stefnu Viðreisnar um gagnsæja stjórnsýslu eða fagleg vinnubrögð og því óásættanlegt. Viðreisn leggur til að neyðarstjórn verði skipuð undir stjórn sérfræðinga á sviðið fjármála og mannvirkjagerðar. Meginhlutverk stjórnar verði að yfirfara þær áætlanir sem til eru um byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og öllum þeim framkvæmdum sem þeirri starfsemi fylgja. Komi með raunhæfar fjármögnunar ? og rekstraráætlanir til langs tíma, fylgi eftir framvindu verkefnisins og leggi fyrir stjórn SORPU, SSH og borgarstjórn og bæjarstjórnir með reglubundum hætti.
Jón Ingi Hákonarson, Oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.