Fjölmenningarmál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1837
27. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 22.nóvember sl. Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykktum Fjölmenningarráðs, reglur sjóðs sem styður við þátttöku erlendra barna í íþróttum og umsóknareyðublað fyrir sjóðinn.
Fjölskylduráð samþykkir breytingar á reglum sjóðs sem styður við þátttöku erlendra barna í íþróttum og umsóknareyðublað fyrir sjóðinn. Verkefnastjóra fjölmenningar falið að kynna þessar breytingar fyrir nemendaverndarráðum grunnskóla, leikskólastjórum og öðrum þeim sem koma að málefnum erlendra barna.
Fjölskylduráð samþykkir tillögur um breytingar á samþykktum Fjölmenningarráðs. Sviðsstjóra falið að fylgja þessu eftir. Breytingar á samþykktum Fjölmenningarráðs vísað til bæjarstjórnar til kynningar.
Svar

Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir.

Einnig tekur til máls Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir.

Næst tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir og svarar Adda María andsvari.