Stjórnsýsluúttekt
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1823
20. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.mars sl. Arnar Pálsson ráðgjafi mætir til fundarins. Lögð fram stjórnsýsluúttekt unnin af Capacent. Lögð fram tillaga að breyttu stjórnskipulagi Hafnarfjarðarbæjar.
Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri og Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar tillögum að stjórnskipulagsbreytingum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir og leggur fram svohljóðandi breytingartillögu sem hljóðar svo: „nafni fjölskylduþjónustu verði breytt í fjölskyldu- og barnamálasvið og starfstitill stjórnanda verði sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasvið“ verði breytt og hljóði þá: „nafni fjölskylduþjónustu verði breytt í fjölskyldu- og velferðarsvið og starfstitill stjórnanda verði sviðsstjóri fjölskyldu- og velferðarsviðs.“

Þá taka til máls Ágúst Bjarni Garðarsson, Friðþjófur Helgi Karlsson og Guðlaug Kristjánsdóttir.

Forseti ber þá upp næst framkomna tillögu frá Öddu Maríu. Er tillagan felld þar sem þrír fulltrúar Samfylkingar og Miðflokks greiða atkvæði með tillögunni, sex fulltrúar meirihlutans greiða atkvæði á móti tillögunni og tveir fulltrúar Viðreisnar og Bæjarlistans sitja hjá.

Helga Ingólfsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu.

Næst ber forseti upp þær tillögur að breytingum á stjórnskipulagi Hafnarfjarðarkaupstaðar sem fyrir fundinum liggja og eru þær samþykktar samhljóða.