Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3520
6. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 22. maí sl. Lagðar fram lykiltölur fyrir fyrstu 3 mánuði ársins sem og breytingar í fjárfestingum 2019. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðar breytingar í fjárfestingum 2019 og vísar til bæjarráðs.
Lagður fram viðauki.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Svar

Bæjarráð samþykkir framlagaðan viðauka og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá við afgreiðslu framlagðs viðauka og leggur fram eftirfarandi bókun:
Framlögðum tillögum Samfylkingarinnar um uppbyggingu á leikskóla í Öldutúnsskólahverfi hefur ítrekað verið hafnað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra ákváðu þess í stað að stækka leikskólann Smáralund til að bregðast við skorti á leikskólaplássum í hverfinu. Nú hefur þeirri framkvæmd einnig verið frestað um óákveðin tíma þar sem lagt er til að lækka framlög til undirbúnings stækkunarinnar úr 15 m.kr. í 5 m.kr. Gert er ráð fyrir að viðbótarkennslustofa verði sett á lóðina sem gerir ráð fyrir 20 plássum til viðbótar en uppfyllir engan veginn þörfina sem fyrir er í hverfinu sem við síðustu samantekt voru rúmlega 100 pláss. Óskað er svara við því hvað eigi að rúmast innan þeirra 5 milljóna sem nú eru áætlaðar í stækkun leikskólans. Minnt er á að enn bíða þá foreldrar barna í Öldutúnsskólahverfi eftir að þessari mikilvægu nærþjónustu sé sinnt með viðunandi hætti innan hverfisins.

Adda María Jóhannsdóttir

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum 9. maí 2019 að kennslustofu verði komið fyrir á lóð Smáralundar. Við þá breytingu getur nemendum í Smáralundi fjölgað úr 50 í 70. Auk þess er rétt að benda á að nýr leikskóli í Skarðshlíð muni bæta við annarri deild í haust, til viðbótar við það sem áætlað var og opna tvær deildar í haust í stað einnar, alls 37 nemendur.