Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1831
4. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 29.ágúst sl. Lagður fram viðauki vegna hækkunar frístundastyrkja.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og leggur fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.
Svar

Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

Einnig tekur til máls Adda María jóhannsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

Adda María kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu um hækkun á frístundastyrkjum við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun þann 14. nóvember 2018.
Frístundastyrkir voru teknir upp í Hafnarfirði fyrstu sveitarfélaga og við eigum að leggja metnað okkar í að vera í forystu þegar kemur að því að jafna og auðvelda aðgengi barna og ungmenna að íþrótta- og tómstundastarfi. Þrátt fyrir skref til hækkunar á síðustu árum hefur Hafnarfjörður dregist aftur úr öðrum sveitarfélögum.
Brösuglega hefur gengið að fá þessa hækkun á frístundastyrkjum samþykkta í bæjarstjórn þrátt fyrir einróma samþykkt fræðsluráðs í desember 2018 en málinu hefur í tvígang verið vísað til baka til frekari vinnslu. Það er því ánægjulegt að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra hafi loks tekið undir tillögu Samfylkingarinnar, sem og samþykkt fræðsluráðs, um hækkun á frístundastyrkjum til barna og ungmenna.

Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson


Fundarhlé kl. 15:32

Fundi frmhaldið kl. 15:43.

Kristín María Thoroddsen kemur að svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra lýsa yfir ánægju með þá samstöðu sem náðst hefur um málið eftir að kostnaðargreining hefur verið gerð. Í málefnasamningi flokkanna er lögð áhersla á að lækka gjöld á barnafjölskyldur og er ákvörðunin í góðum takti við það sem og við þá stefnu sem mörkuð hefur verið í Hafnarfirði um barnvænt samfélag. Frístundastyrkirnir hafa verið útvíkkaðir á undanförnum árum og ná nú til eldri ungmenna en áður. Einnig er Hafnarfjörður eina sveitafélag landsins þar sem eldri borgarar eiga kost á frístundastyrkjum.