Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3512
31. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2019. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Svar

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2019 og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar sitja hjá.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

Undirrituð gera athugasemd við að verið sé að leggja fram viðauka vegna endurbóta á St. Jó. á þessum tímapunkti. Innan við tveir mánuðir eru síðan fjárhagsáætlun var samþykkt þar sem einungis var gert ráð fyrir átta milljónum í framkvæmdir á árinu 2019. Fulltrúar minnihlutans gerðu við það athugasemdir strax við fyrri umræðu um miðjan nóvember. Það hefði öllum mátt vera ljóst að meira þyrfti að leggja í endurbætur á húsinu á þessu ári.
Adda María Jóhannsdóttir
Jón Ingi Hákonarson

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram svohljóðandi bókun:

Lögð er áhersla á að breytingin á fjárhagsáætlun sem nú er gerð með fyrirliggjandi viðauka leiðir ekki til hækkunar á fjárfestingaáætlun heldur er einungis um tilfærslu milli verkefna á framkvæmdasviði að ræða. Viðauki er gerður og lagður fram til útskýringar á þeirri tilfærslu.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn
    Undirrituð gera athugasemd við að verið sé að leggja fram viðauka vegna endurbóta á St. Jó. á þessum tímapunkti. Innan við tveir mánuðir eru síðan fjárhagsáætlun var samþykkt þar sem einungis var gert ráð fyrir átta milljónum í framkvæmdir á árinu 2019. Fulltrúar minnihlutans gerðu við það athugasemdir strax við fyrri umræðu um miðjan nóvember. Það hefði öllum mátt vera ljóst að meira þyrfti að leggja í endurbætur á húsinu á þessu ári.
  • Sjálfstæðisflokkur, Framsókn
    Lögð er áhersla á að breytingin á fjárhagsáætlun sem nú er gerð með fyrirliggjandi viðauka leiðir ekki til hækkunar á fjárfestingaáætlun heldur er einungis um tilfærslu milli verkefna á framkvæmdasviði að ræða. Viðauki er gerður og lagður fram til útskýringar á þeirri tilfærslu.