Stefnuyfirlýsing meirihluta bæjarstjórnar 2018
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3497
28. júní, 2018
Annað
Fyrirspurn
Guðlaug Kristjánsdóttir fulltrúi Bæjarlistans Hafnarfirði ber upp svohljóðandi fyrirspurn:
Fyrirspurn, óskast svarað í bæjarráði: Óskað er eftir kostnaðaráætlun meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, aðallega vegna sérgreindra verkefna: Stjórnsýsluúttekt Matráðar í skólum Sængurgjöf Aukin framlög og styrkir í mennta- og menningarmálum Hækkun frístundastyrkja Hjólabrettasvæði Hreyfigarður Knatthús Kaplakrika Knatthús Ásvöllum Endurbætur á Suðurbæjarlaug Uppbygging hjóla- og gönguleiða Rafhleðslustöðvar Framboð lóða í samræmi við eftirspurn Endurbætur á Hellisgerði Þjónustustarfsemi í Krýsuvík Lækkun gjalda almennt Lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði Þessi sáttmáli inniheldur fjölmörg verkefni sem munu kosta aukin útgjöld, fjölgun stöðugilda og fleira. Einnig mörg markmið um minni innheimtu gjalda. Að lokum, spurningar um Krúttkörfu: -undir hvaða bókhaldslið flokkast þessi fjárfesting? -hvernig verður innkaupum háttað? Verður tekið tillit til umhverfissjónarmiða (taubleyjur, fjárfesting í plasti), árvekni gegn mansali (hvar framleitt og af hverjum? Barnavinna/félagsleg undirboð?).
Svar

Fyrirspurn vísað til næsta fundar bæjarráðs.