Nú framsýn menntun, þjónustusamningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1806
23. maí, 2018
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 16.maí sl. Samningur lagður fram til samþykktar.
Málinu er vísað til afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi 23. maí nk.
Svar

Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir, einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir og leggur til að málinu verði frestað framyfir kosningar. Þá tekur til máls Margrét Gauja Magnúsdóttir. Einnig tekur til máls Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Unnur Lára Bryde.

1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Guðlaug svarar andsvari. Adda María kemur upp í andsvar. Guðlaug svarar andsvari.

Gunnar Axel Axelsson tekur til máls öðru sinni.

Fundarhlé kl. 19:46.

Fundi framhaldið kl. 20:06.

Forseti ber upp tillögu um frestun málsins á milli funda. Tillagan er felld með 5 atkvæðum gegn 5 og einn greiðir ekki atkvæði.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustusamning með 6 atkvæðum gegn 4 og einn greiðir ekki atkvæði.

Fundarhlé kl. 20:06.

Fundi framhaldið kl. 20:18.

Fulltrúar Samfylkingar koma að svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar geta ekki samþykkt ótímabundinn samning sem gerir ráð fyrir að grunnskólanemendur greiði skólagjöld eins og hér er lagt til að verði fest í sessi. Í samningsdrögunum er skólanum veitt heimild til að innheimta skólagjöld sem í dag jafngilda um 200 þúsund krónum á ári á hvern nemanda. Það stríðir að okkar mati gegn því grundvallarsjónarmiði að grunnskólinn eigi að vera gjaldfrjáls og opinn öllum börnum óháð efnahag foreldra.

Þá leggjum við áherslu á að bæjaryfirvöld geri þá kröfu að húsnæði skóla, óháð rekstrarformi, uppfylli skilyrði laga, m.a. um hollustuhætti.

Getum við því ekki samþykkt samningsdrögin og hefðum talið eðlilegt að afgreiðslu þeirra yrði frestað, eins og við lögðum til, og ný bæjarstjórn tæki málið upp til afgreiðslu þegar hún kemur saman.

Adda María Jóhannsdóttir
Gunnar Axel Axelsson
Margrét Gauja Magnúsdóttir

Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir bæjarfulltulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:

Bæjarfulltrúi VG getur ekki samþykkt fyrirliggjandi þjónustusamning við einkaskólann NÚ. Fulltrúar VG hafa alveg frá því að fyrst var óskað eftir því að Hafnarfjarðarbær gerði samning við skólann mótmælt því að Hafnarfjarðarbær fæli einkaaðila að reka fyrir sig grunnskóla. Það er stefna VG að lögbundin grunnþjónusta eigi að vera rekin af sveitarfélaginu sjálfu. Það hefur sýnt sig á norðurlöndunum að einkavæðing grunnskóla hefur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir skólakerfið og aukið mismunun barna.