Samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu til 2033
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1833
2. október, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum til og með ársins 2033 til samþykktar.
Svar

Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og svarar Sigurur andsvari. Ágúst Bjarni kemur til andsvars öðru sinni sem Sigurður svarar einnig öðru sinni.

Þá tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

Næst tekur Ingi Tómasson til máls. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson. Ingi Tómasson svarar andsvari. Sigurður kemur til andsvars öðru sinni sem Ingi svarar einnig öðru sinni.

Þá tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Guðlaug andsvari. Rósa kemur þá næst til andsvars öðru sinni. Einnig kemur Sigurður Þ. Ragnarsson til andsvars og svarar Guðlaug andsvari.

Rósa Guðbjartsdóttir víkur af fundi kl. 15:34 og í hennar stað situr fundinn Skarphéðinn Orri Björnsson.

Næst tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls og kemur Ágúst Bjarni til andsvars.

Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls. Til andsvars kemur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs til frekari umræðu og kynningar.