Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1806
23. maí, 2018
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.apríl sl. Lögð fram á ný tillaga að breyttu aðalskipulagi reits sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Fjarðarhrauni og Flatahrauni. Landnotkun reitsins breytist úr athafnasvæði, verslunar og þjónustusvæði og íbúðarsvæði í miðsvæði. Lögð fram skipulagslýsing dags. 25. apríl 2018.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir lýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 á reit sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Fjarðarhrauni og Flathrauni og að málsmeðferð verði í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur Borghildur Sölvey Sturludóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.

Fundarhlé kl. 17:32.

Fundi framhaldið kl. 17:38.

Til máls öðru sinni tekur Borghildur Sölvey. Til andsvars kemur Ólafur Ingi og því svarar Borghildur Sölvey. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi.

Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson.

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Gunnar Axel Axelsson og leggur til orðalagsbreytingu á skipulagslýsingunni þar sem í lið 1.4 verði hugtakinu "Samgönguás" skipt út fyrir hugtakið "Borgarlínu" og í lið 3.3.1 verði hugtakinu "Samgönguás" skipt út fyrir hugatakið "Borgarlínu".

Til andsvars kemur Gunnar Axel Axelsson.

Forseti ber upp framangreindra tillögu og er hún samþykkt með 5 greiddum atkvæðum þeirra Gunnars Axels Axelssonar, Margrétar Gauju Magnúsdóttur, Öddu Maríu Jóhannsdóttur, Elvu Daggar Ásudóttur Kristinsdóttur og Borghildar Sölveyju Sturludóttur.Þau Rósa Guðbjartsdóttir, Guðlaug Kristjánsdóttir og Kristinn Andersen greiða atkvæði á móti tillögunni en Ólafur Ingi Tómasson, Helga Ingólfsdóttir og Unnur Lára Bryde greiddu ekki atkvæði.

Skipulagslýsingin er næst borin upp svo breytt og er hún samþykkt með 11 greiddum atkvæðum.