Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 702
21. apríl, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram aðalskipulagsbreyting og greinargerð vegna landnotkunarbreytingu reits ÍB2 í M4. Lýsing skipulagsbreytingarinnar var samþykkt á fundi ráðsins þann 31.jan s.l.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir greinargerð og uppdrátt aðalskipulagsbreytingar Hraun-Vestur gjótur reitur ÍB2/M4 og vísar erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka: Aðalskipulagsbreytingin opnar á fjölbreytta byggð íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Nýting landsvæðisins sem liggur að fyrirhuguðum samgönguás Borgarlínu verður betri með auknu byggingarmagni og þéttingu byggðar. Tillagan fellur vel að markmiðum svæðisskipulags og fyrirhuguðum bættum almenningssamgöngum. Í greinargerð aðalskipulagsins dags. 20.04.2020 er gerð góð grein fyrir leik- og grunnskólum ásamt opnum grænum svæðum.

Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Bæjarlistans styðja hugmyndir um þéttingu byggðar við Hraunin eins og þau höfðu verið unnin í góðri sátt eftir vandað ferli með samkeppni, kynningarferli og vinnslu rammaskipulags sem skipulags og byggingarráð samþykkti.
Fyrirliggjandi tillaga er hluti af ferli þar sem vikið var frá því ferli á einni lóð án tillits til afleiðinga á rammaskipulagið og svæðið allt.
Eðlilegra hefði verið að allt rammaskipulagssvæðið hefði legið undir í þessari aðalskipulagsbreytingu og jafnframt að sú mikla og vandaða vinna sem var unnin við rammaskipulagið væri leiðarljós breytingarinnar.