Fundargerðir 2018, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1806
23. maí, 2018
Annað
‹ 18
19
Fyrirspurn
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16.maí sl. a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 4.maí sl. b. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 13.apríl og 4.maí sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.maí sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 16.maí sl. s. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 9.maí sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 18.maí sl. Fundargerð Hafnarstjórnar frá 14. maí sl. Fundargerð bæjarráðs frá 15.maí sl. Fundargerð bæjarráðs frá 17.maí sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 22.maí sl.
Svar

Forseti ber upp tillögu um að fundargerð Hafnarstjórnar frá 14. maí verði einnig sett undir þennan dagskrárlið og er það samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

Gunnar Axel Axelsson tekur til máls og þakkaði samstarfið á kjörtímabilinu og óskaði nýrri bæjarstjórn velfarnaðar í störfum. Jafnframt þakkaði hann bæjarstjórum, forsetum, starfsmönnum og íbúum bæjarins samstarfið.

Unnur Lára Bryde tekur til máls og þakkar einnig fyrir sig og vill fjalla um 2. tl. í fundargerð Hafnarstjórnar frá 14. maí sl.

Næst tekur til máls Margrét Gauja Magnúsdóttir og tekur undir það sem Gunnar Axel hafði sagt í ræðu sinni. Einnig vill hún sérstaklega þakka starfsmönnum bæjarins á Norðurhellu 2 samstarfið sem og öðru starfsfólki bæjarins.

Næst tekur til máls Borghildur Sölvey Sturludóttur og les upp svohljóðandi yfirlýsingu frá henni og Pétri Óskarssyni varabæjarfulltrúum Bjartra framtíðar í Hafnarfirði:

Okkur þykir vænt um lýðræðið og okkur þykir vænt um Hafnarfjörð.

Gildi okkar í Bjartri framtíð hafa alltaf verið okkar leiðarljós, það krefst nefnilega hugrekkis að hlusta á hjarta sitt, fylgja sannfæringu sinni, boða sýn, treysta fólki, hlusta á rök og upplýsa, standa í fæturnar og axla ábyrgð.

Síðustu dagar hafa sýnt okkur að þetta er ekki öllum í blóð borið og það er miður.

Málefni Hafnarfjarðar sem samfélag eru okkur hugleikin og við lítum stolt til baka yfir þær ákvarðanir og ferla sem við höfum komið saman í verk. Hvort sem það eru hugmyndafræði um þéttingu og blöndun byggðar, fókus á samgöngumál, hugmyndasamkeppni um Flensborgarhöfn, ný sýn fyrir miðbæinn okkar og nýtt hverfi á Hraunum. Allt málefni sem lúta að hinu fallega bæjarstæði sem Hafnarfjörður er og búa til betri bæ fyrir börnin okkar öll og okkur hin.

Við viljum fara vel með auðlindir okkar og fjármagn. Við höfum á síðustu misserum sannanlega tekist á um mál og ákvarðanir innan meirihluta bæjarstjórnar í Hafnarfirði. Við sem hér skrifum undir höfum ekki legið á skoðun okkar varðandi Lyklafellslínumálið, varðandi borgarlínuna eða knatthús.

Stjórnmál eru skemmtileg og mikilvæg. Saman getum við allt og við óskum nýrri bæjarstjórn gæfi og gleðilegrar framtíðar og þökkum ykkur sem hér sitjið og öðum samstarfsfélögum kærlega fyrir samstarfið á liðnum árum.

Þá tekur til máls Kristinn Andersen og þakkar sömuleiðis bæjarstjóra og öðru starfsfólki bæjarins fyrir gott samstarf.

Þá tekur Haraldur L. Haraldsson til máls og þakkar einnig gott samstarf og þá þakkar hann starfsfólki bæjarins sérstaklega fyrir.

Þá flytur forseti stutta ræðu þar sem hún þakkar fyrir samstarfið og gott kjörtímabil.

Að lokum tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir til mál sog tekur undir allar þær þakkir sem hér hafa verið taldar upp.