Kaplakriki, framkvæmdir
Kaplakriki
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3507
8. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga Kaplakrikhóps um endanlegt verðmat íþróttamannvirkja í Kaplakrika: íþróttahús fasteignanr. 207-6777, 030101, knatthúsin Risann, fasteignanr. 227-8089 050101 og Dverginn fasteignanr. 235-4357 100101, sbr. 3. tl. rammasamkomulags milli Hafnarfjarðarkaupstðar og FH frá 13. ágúst 2018.
Helga Stefánsdóttir forstöðumaður framkvæmda- og rekstardeildar á umhverfis- og skipulagsþjónustu, Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi og Ásmundur Ingvarsson verkfræðingur mættu til fundarins.
Svar

Bæjarráð samþykkir tillögu Kaplakrikahóps um verð á 3 tilgreindum íþróttamannvirkjum sem koma í hlut Hafnarfjarðarbæjar skv. rammasamkomulagi frá 13. ágúst sl.

Jón Ingi Hákonarson fulltrúi Viðreisnar og Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingar lögðu fram svohljóðandi bókun:

Við viljum fullvissa okkur um að aðferðafræðin sem liggur að baki verðmats fasteigna á Kaplakrika sé í samræmi við vandaðar reikningsskilavenjur. Við áskiljum okkur rétt til að ráðfæra okkur við sérfræðinga á sviði reikningsskila til að fullvissa okkur um að stuðst hafi verið við viðurkenndar aðferðir varðandi afskriftir slíkra fasteigna. Því sitjum við hjá við afgreiðslu málsins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka eftirfarandi:

Samkvæmt rammasamkomulagi sem undirritað var í ágúst sl. var ákveðið að setja á fót Kaplakrikahóp sem hefur það hlutverk að leiða til lykta eignaskiptingu og eignarhald. Hópurinn var faglega skipaður af bæjarráði og eru fulltrúar hans bæði pólitískir og ópólitískir sérfræðingar, auk þess sem háttsettir starfsmenn bæjarfélagsins starfa með hópnum. Það verðmat sem hér liggur fyrir er niðurstaða vinnu hópsins og lýsum við yfir fullum stuðningi við þá niðurstöðu og vinnu. Hér er um að ræða mikilvægt innlegg í þá vinnu sem fram undan er varðandi endanleg eignaskipti á Kaplakrikasvæðinu.