Kaplakriki, framkvæmdir
Kaplakriki
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3500
16. ágúst, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindisbréf fyrir starfshóp "Kaplakrikahóp" í samræmi við rammmasamkomulag milli bæjarins og FH til samþykktar og skipað í hópinn.
Svar

Fundarhlé gert kl. 10:55.
Fundi fram haldið kl. 11.00.

Fundarhlé gert kl. 11:05.
Fundi fram haldið kl. 11:10.

Framlagt erindisbréf er samþykkt með atkvæðum meirihluta fulltrúa. Fulltrúar minnihluta sitja hjá.

Eftirtaldir eru skipaðir í Kaplakrikahópinn:
Ljósbrá Baldursdóttir, löggiltur endurskoðandi, formaður
Ásmundur Ingvarsson, verkfræðingur
Skarphéðinn Orri Björnsson f.h. meirihluta
Valdimar Svavarsson f.h. FH
Viðar Halldórsson f.h. FH
Minnihluti skipar ekki í hópinn að svo stöddu.

Lögð fram svohljóðandi bókun:
Eins og fram kom í umræðum og framlögðum fyrirspurnum á fundi bæjarstjórnar í gær, þann 15. ágúst 2018, frá fulltrúum minnihluta bæjarstjórnar, telja undirritaðir fulltrúar eðlilegt að bíða með frekari ákvarðanir eða vinnu á grundvelli tillögu um stefnubreytingu er varðar uppbyggingu knatthúss í Kaplakrika þar til þeim grundvallarspurningum hefur verið svarað og úrskurður fengist vegna framlagðrar kæru fulltrúa minnihlutans á ákvörðuninni til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.

Adda María Jóhannsdóttir
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
Vaka Ágústsdóttir