Kaplakriki, framkvæmdir
Kaplakriki
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3503
25. september, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar við fyrirspurn. Lagður fram svarpóstur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs til bæjarfulltrúa Guðlaugar Svölu Steinunnar Kristjánsdóttur við fyrirspurnum hennar. Lagðar fram fundargerðir Kaplakrikahóps frá 16. og 22.ágúst sl. og 21.sept. sl.
Svar

Guðlaug Kristjánsdóttir fulltrúi Bæjarlista leggur fram svohljóðandi bókun:
Í dag, 25. september 2018 hafa verið lagðar fram 3 fundargerðir Kaplakrikahóps, frá 16. ágúst, 22. ágúst og 21. september sl.
Fundargerðirnar staðfesta að ekki liggur fyrir verðmat á þeim byggingum sem til stendur að bærinn taki yfir frá FH (og á þegar að hluta), enda bókað þann 21. sept að gera þurfi verðmat sem fyrst. Upphæðin í rammasamkomulaginu virðist því einungis styðjast við framsettan byggingarkostnað í áætlun FH (rétt ríflega það reyndar).
Fram kemur að byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni er útrunnið og að þann 21. sept er ný umsókn í vinnslu.
Þann 21. september er bókað að rætt hafi verið um hvernig hægt sé að mæla framvindu verksins, en í erindisbréfi hópsins er kveðið á um að greiðslur skuli inntar af hendi í samræmi við fjárhagsáætlun bæjarins og framvindu verksins.
Samþykktar hafa verið greiðslur upp á 170 milljónir króna, þó ekki liggi fyrir hvernig mæla skuli framvinduna og byggingarleyfi liggi ekki fyrir.

Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Samfylkingar fagnar því að fundargerðir Kaplakrikahóps séu loks birtar og kynntar í bæjarráði. Nú er ljóst að hópurinn hefur fundað a.m.k. þrisvar, þann 16. og 22. ágúst og 21. september sl. Óskað er eftir formlegum skýringum á því hvers vegna fundargerðir hafa ekki verið birtar eða kynntar í bæjarráði fyrr en nú, þegar ljóst er skv. erindisbréfi að hópurinn starfar í umboði bæjarráðs og fjárheimildir skuli vera fyrir útgjöldum. Í ljósi upplýsingaskyldu, er einnig óskað formlegra skýringa á því hvers vegna legið hefur verið á þessum gögnum í margar vikur, annars vegar út frá markmiðum um ábyrgð, traust og gagnsæi sem sett eru fram í upplýsingastefnu Hafnarfjarðarbæjar og hins vegar gagnvart bæjarfulltrúum þegar skýrt er kveðið á um aðgengi bæjarfulltrúa að gögnum í 1. gr. verklagsreglna, sem og 20. gr. samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaða og 28. gr. sveitarstjórnarlaga.
Einnig er farið fram á að að verkáætlanir og mat á framvindu verks sem vísað er til í fundargerðum séu birtar með fundargögnum. Eins að þeir samningar sem fundargerðir vísa til séu settir undir fylgigögn með málinu.
Þá er óskað formlegara svara við því hvað í erindisbréfi Kaplakrikahópsins gefi tilefni til að áætla að hópurinn hafi heimildir til að greiða út úr bæjarsjóði, fyrst 100 milljónir og nú 70 milljónir skv. fundargerð frá 21. september sl.