Átakið Í skugga valdsins, erindi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1797
20. desember, 2017
Annað
Fyrirspurn
13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.des. sl. Lögð fram bókun stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 24.nóv. sl.
Berglind Bergþórsdóttir mannauðsstjóri mætti til fundarins og kynnti vinnu við gerð uppfærðrar viðbragðsáætlunar vegna eineltis, áreitni og ofbeldis á vinnustöðum.
Bókun Sambands ísl. sveitarfélaga er vísað til umræðu í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir og því næst tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Einnig tekur til máls Gunnar Axel Axelsson og því næst Margrét Gauja Magnúsdóttir.

1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdótttir.

Forseti Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur Einar Birkir Einarsson og því næst Kristinn Andersen.

Forseti ber upp tillögu að sameiginlegri ályktun og er hún samþykkt samhljoða með 11 greiddum atkvæðum. Er ályktunin svohljóðandi:

"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar styður heilshugar átakið ,,í skugga valdsins", #metoo, og fagnar þeirri vakningu sem af því hefur leitt, um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og mikilvægi þess að menning á vettvangi stjórnnmála, vinnumarkaðar og samfélagsins alls breytist á þann veg að ofbeldi af þessu tagi verði ekki liðið.

Unnið er að uppfærslu á viðbragðsáætlun Hafnarfjarðarbæjar gegn einelti, ofbeldi og áreitni á vinnustöðum bæjarins og leggur bæjarstjórn ríka áherslu á að ný áætlun verði vel og ítarlega kynnt fyrir starfsfólki bæjarins, ekki síst hvað varðar leiðir til að vinna gegn og tilkynna ofbeldi ef slíkt kemur upp.

Bæjarstjórn fagnar því að Samband sveitarfélaga setji málefnið á dagskrá á sínum vettvangi.

Forsetanefnd er falið að móta reglur og viðbragðsáætlun fyrir kjörna fulltrúa vegna kynferðislegrar áreitni eða kynbundins ofbeldis."