Átakið Í skugga valdsins, erindi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3568
25. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúi Viðreisnar óskar eftir eftirfarandi máli á dagskrá bæjarráðs:
Þann 20. desember 2017 samþykkti Bæjarstjórn Hafnarfjarðar eftirfarandi bókun, einróma: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar styður heilshugar átakið ,,í skugga valdsins", #metoo, og fagnar þeirri vakningu sem af því hefur leitt, um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og mikilvægi þess að menning á vettvangi stjórnnmála, vinnumarkaðar og samfélagsins alls breytist á þann veg að ofbeldi af þessu tagi verði ekki liðið. Unnið er að uppfærslu á viðbragðsáætlun Hafnarfjarðarbæjar gegn einelti, ofbeldi og áreitni á vinnustöðum bæjarins og leggur bæjarstjórn ríka áherslu á að ný áætlun verði vel og ítarlega kynnt fyrir starfsfólki bæjarins, ekki síst hvað varðar leiðir til að vinna gegn og tilkynna ofbeldi ef slíkt kemur upp. Forsetanefnd er falið að móta reglur og viðbragðsáætlun fyrir kjörna fulltrúa vegna kynferðislegrar áreitni eða kynbundins ofbeldis." Fulltrúi Viðreisnar óskar eftir því að úttekt verði gerð, af óháðum aðila, hvort þessar reglur og viðbragðsáætlun hafi skilað tilætluðum árangri og að mál ef þessu tagi, sem upp hafa komið, hafi farið í viðunandi ferli.
Svar

Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um stöðu mála frá mannauðsstjóra.