Vitastígur 5, hækkun á þaki
Vitastígur 5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3498
12. júlí, 2018
Annað
Fyrirspurn
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.
7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.júlí sl. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti á fundi sínum þann 14.02.2018 að grenndarkynna breytingu/hækkun á húsinu að Vitastíg 5 skv. 2.mgr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar. Tillagan var grenndarkynnt frá 11.04. 2018 til 09.05. 2018 með framlengingu á athugasemdfresti til 25.05. 2018. Athugasemdir bárust frá fjórum aðilum í nærliggjandi húsum við Áfaskeið 30 og 32. Með vísan til 4. gr um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar vísar skipulagsfulltrúi erindinu til meðferðar skipulags- og byggingarráðs. Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags.18.06.2018. Með vísan til umsagnar er lagt til að erindið verði samþykkt og því lokið með vísan til 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi erindi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrú dags. 18.6.2018 fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs og að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122949 → skrá.is
Hnitnúmer: 10027695