Strandgata 9, Súfistinn, deiliskipulag og aðkoma að lóð
Strandgata 9
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1827
29. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.maí sl. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 03.04.2018 heimilaði ráðið Hjördísi Birgisdóttur að vinna deiliskipulagsbreytingu á eigin kostnað. Í deiliskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir breytingu á hámarkshæð á hluta viðbyggingar að Strandgötu 9. Lögð fram á ný umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28.03.2018 og upprættir Kára Eiríkssonar arkitekts dags. maí 2019.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlögð skipulagsgögn umsækjanda með vísan til 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 41.gr. sömu laga. Skipulags- og byggingarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að hún staðfesti framangreint.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson. Ingi Tómasson svarar andsvari.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122393 → skrá.is
Hnitnúmer: 10038619