Skarðshlíð 2. áfangi, tilboðslóðir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1793
25. október, 2017
Annað
Fyrirspurn
12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 19.okt.sl. Haghús ehf. og Haghús byggingar ehf. gerður tilboð í lóðirnar Móbergsskarð 9 og 11. Haghús ehf. og Haghús bygginar ehf. eru í eigu sama aðila. Haghús byggingar ehf. var hæstbjóðandi í Móbergsskarð 11 og Haghús ehf næst hæst, önnur tilboð komu ekki í lóðina. Haghús byggingar ehf. voru næsthæstir í Móbergsskarð 9, hæstbjóðandi féll frá sínu tilboði. Haghús ehf. var með þriðja tilboðið fleiri tilboð komu ekki í lóðina. Haghús ehf. og Haghús byggingar ehf. hafa óskað eftir því Haghús ehf. verði lóðarhafi og greiði tilboðsverð Haghúss bygginga ehf. fyrir lóðirnar.
Bæjarráð samþykkir beiðni Haghúsa ehf. og Haghús bygginga ehf. og leggur til við bæjarstjórn að úthluta Haghúsum ehf. lóðunum nr. 9 og 11 við Móbergsskarð og að félagið greiði tilboðsverð Haghúss bygginga ehf. í lóðirnar.
Svar

Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum að úthluta Haghúsum ehf. lóðunum nr. 9 og 11 við Móbergsskarð og að félagið greiði tilboðsverð Haghúss bygginga ehf. í lóðirnar.